Island |
Vegtækni er Íslandsdeild tækninefndar NVF, Vägteknologi og fjallar um allt sem viðkemur slitlögum og uppbyggingu vega
|
NVF's VegtækniHlutverk íslensku NVF-nefndanna er að skapa vettvang fyrir fólk hér á landi sem starfar á skilgreindum verksviðum tækninefnda NVF eða hefur áhuga á að fylgjast með því sem er að gerast í faginu. Vettvang þar sem fagfólk getur hitt félaga sem starfa á svipuðu verksviði og hefur áhuga miðla þekkingu og reynslu, hefur áhuga á að fylgjast með nýjungum, fræðast og ræða málin án allra skuldbindinga.
NVF-Vegtækni er vettvangur þar sem hægt er að fræðast um nýjungar í vegtækni hvort sem er í búnaði eða aðferðafræði og þróun á vinnubrögðum. NVF er svo kjörinn vettvangur til þess að efla tengslanet og þekkingarmiðlun fagmanna sem starfa á svipuðu verksviði á Norðurlöndum og víðar, okkur öllum til hagsbóta. Það er ekki gert ráð fyrir að nefndin standi að eigin rannsóknar- eða þróunarverkefnum sem krefjast fjármögnunnar, en vissulega geta þar orðið til hugmyndir sem geta leitt til samstarfs félagsmanna um að standa að slíkum verkefnum, þar sem sótt væri um fjármögnun hjá öðrum t.d. rannsóknarsjóðum hérlendis eða frá NordFoU með öðrum landsnefndum innan Vägteknologi nefndarinnar. Sjá nánari skilgreiningu á starfsviði tækninefnda NVF hér.
|